Góðan dag, veit ekki hvort ég las auglýsinguna ekki nógu vel, en hótelið er í brattri brekku og engin lyfta svo það er ekki auðvelt fyrir aldraða að komast úr efsta húsi niður í matsal í neðsta húsi það eru 105 þrep, eins og í 5 til 6 hæða húsi, íbúðin okkar var í lakari kantinum, hurð á baðherbergi að detta í sundur vegna vatnsskemda eins vatnsskemdir í eldhúsinnréttingu, vatnskassi á klósetti lak en var eitthvað lagaður eftir kvörtun, rúmin of hörð fyrir okkar skrokka, en stór plús að það voru bara nokkrir metrar í sundlaugina sem var næst okkur og notalegt að liggja þar, en mætti endurnýja bekkina oftar margir orðnir ansi lúnir, en annars bara ljúft